Heil umferð var í dag í lokaleikjum Íslandsmótsins í 2. deild knattspyrnu karla. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar lék við Hött/Huginn á Ólafsfjarðarvelli og þurftu jafntefli eða sigur til að tryggja sér sæti auk hagstæðra úrslita annara liða. Höttur/Huginn hafði tapað síðustu 5 deildarleikjum fyrir þennan leik en KF var með tvo sigra og þrjá tapaða. Búist var við hörkuslag í þessum fallbaráttuleik en Höttur/Huginn spilaði fyrir stoltið betri stöðu um miðja deild. Tap í leiknum þýddi að KF kveður 2. deild karla og spilar í 3. deildinni að ári.
Siglufjarðar Apótek er aðalstyrktaraðili umfjallana um meistaraflokk KF í sumar eins og undanfarin ár. Á heimasíðu Siglufjarðar Apóteks getur þú pantað lyf og keypt vítamín og bætiefni, hjúkrunarvörur og snyrtivörur.
Það voru nokkrar breytingar á liði KF fyrir leikinn en Jón Grétar Guðjónsson varamarkmaður liðsins tók stöðuna í byrjunarliðinu og Halldór Guðmundsson þjálfari liðsins var skráður sem varamarkmaður í leiknum. Ljubomir Delic var loksins kominn í byrjunarliðið og var hann fyrirliði liðsins í þessum leik. KF stillti annars upp reynslumiklu liði til að hefja þennan mikilvæga leik.
Höttur/Huginn vann fyrri leik liðana 1-0 í sumar á Egilsstöðum. Þeir stilltu upp sínu sterkasta liði og var einn leikmaður í banni í þessum leik.
Umfjöllun:
Það voru gestirnir sem mættu óstressaðir til leiks og komust yfir strax á 6. mínútur þegar markahæsti leikmaður liðsins Martim skoraði framhjá markmanni KF. Staðan orðin 0-1 og á brattan að sækja fyrir heimamenn. Á 33. mínútu skoruðu gestirnir aftur og komust í 0-2 þegar Danilo skoraði. KF tókst ekki að svara þessu í fyrri hálfleik og var staðan því 0-2 í leikhlé.
Þjálfari KF gerði þrefalda skiptingu strax í hálfleik, enda staðan verulega þung. Inna kom Jonas Benedikt, Grétar Áki og Aron Elí. Útaf fóru Akil, Eduardo og Jón Frímann.
Höttur/Huginn fékk svo drauma byrjun í síðari hálfleik og skoruðu á 46. mínútu þegar Bjarki Helgason skoraði í þeirri fyrstu sókn í síðari hálfleik, staðan hér orðin 0-3. Ekki byrjunin sem KF vantaði.
KF þyngdi sóknirnar og svöruðu á 49. mínútu þegar varamaðurinn Jonas Benedikt skoraði sitt fjórða mark í sumar, en hann er á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Staðan orðin 1-3. Og enn þyngdi KF sóknina og nú skoraði Ljobomir Delic 54. mínútu og allt stefndi í góða endurkomu KF. Var þetta fyrsta mark Ljombomir í sumar, en hann hefur aðeins leikið 12 leiki í deildinni á þessum tímabili, og munar um minna.
KF hélt áfram að fá færi en inn vildi bolti ekki.
Þegar tæpar 10 mínútur voru eftir kom Vitor inná fyrir Ljubomir. Agnar Óli kom svo inná þegar rúmar 5 mínútur voru eftir fyrir Victor Thomas. Því miður kom ekki jöfnunarmarkið en það hefði bjargaði KF frá falli í ár.
Flóttinn mikli var því ekki staðreynd. Niðurstaðan 18 stig í 22 leikjum og næstneðsta sæti deildarinnar og lakasti árangur liðsins í nokkur ár.
Það verður því athyglisvert hvaða leikmenn hverfa á brott og hverjir koma inn fyrir næsta tímabil í 3. deildinni.
Siglufjarðar Apótek er aðalstyrktaraðili umfjallana um meistaraflokk KF í sumar eins og undanfarin ár. Á heimasíðu Siglufjarðar Apóteks getur þú pantað lyf og keypt vítamín og bætiefni, hjúkrunarvörur og snyrtivörur.