Í lok júní greindum við frá góðu gengi 4. flokks kvenna hjá sameiginlegu liði KF/Dalvíkur á Íslandsmótinu. Þá voru 5 leikir búnir sem allir höfðu unnist, en núna eru 10 leikir búnir á mótinu og enn eru þær ósigraðar. Þær hafa unnið 9 leiki og gert eitt jafntefli. Unnið alla útileikina, eða 5 leiki. Unnið 4 heimaleiki og gert eitt jafntefli. Frábær árangur hjá stelpunum sem eru í góðri stöðu í deildinni. Þær leika í C-riðli í B-liða deild.
Liðið hefur skorað 41 mark í 10 leikjum og aðeins fengið á sig 9 mörk, eða minna en 1 mark að meðaltali í leik. Þær hafa hingað til skorað að meðaltali 4 mörk í leik.
Markaskorun dreifist vel hjá þeim, en dæmi um það er að aðeins ein þeirra er á topp 8 yfir markahæstu í þessum riðli.
Markahæstar hjá liðinu eru Hafdís Nína Elmarsdóttir með 8 mörk í 9 leikjum. Vala Katrín Einarsdóttir með 6 mörk í 9 leikjum. Bríet Sara Níelsdóttir með 6 mörk í 8 leikjum.
Íslandsmótið hefur verið í hléi eftir miðjan júlí en hefst aftur í ágúst mánuði.
Síðasti leikur KF/Dalvíkur var á heimavelli gegn Njarðvík/Þrótti og vannst 4-0. Þann 10. júlí léku þær gegn Stjörnunni/Álfanes á Dalvíkurvelli og vannst leikurinn 2-1.
2. júlí var heimaleikur geng Fram og fór hann 2-2, og var það fyrsta liðið sem nær stigi gegn KF/Dalvík á Íslandsmótinu. Fram hafði komst í 0-2 en heimastelpurnar jöfnuðu af harðfylgi og skoruð tvö mörk með stuttu millibili í síðari hálfleik.
Nokkrum dögum áður eða föstudaginn 30. júní hafði liðið ferðast til höfuðborgarinnar til að leika við Breiðablik, lokatölur þar voru 1-4 sigur fyrir KF/Dalvík.
Mánudaginn 19. júní voru stelpurnar einnig á ferðinni og nú gegn Val í höfuðborginni. Stelpurnar í KF/Dalvík sigruðu leikinn örugglega 0-5, en staðan var 0-1 í hálfleik en norðanstelpurnar settu fjögur mörk í síðari hálfleik og kláruðu leikinn.
Næsti leikur hjá liðinu er skráður 13. ágúst gegn Fjölni á Dalvíkurvelli. Lokaleikurinn er skráður 26. ágúst gegn Val.
Nánar verður greint frá þessum leikjum í ágúst mánuði hér á síðunni.