KF/Dalvík mætti Val í síðasta leik dagsins í 3. flokki karla á Reycup. Leikurinn var sá síðasti í riðlinum fyrir úrslitakeppnina. Valur var ósigrað eftir tvo leiki og hafði ekki fengið á sig mark á mótinu. KF/Dalvík var með einn sigur og eitt tap fyrir þennan leik og þurftu á sigri að halda til að eiga möguleika á 2. sæti riðilsins.
KF/Dalvík skoraði fyrsta mark leiksins og komust í 1-0. Valur náði að jafna leikinn í 1-1.
Hvorugu liðinu tókst að skora fleiri mörk þrátt fyrir ágætar tilraunir og voru lokatölur 1-1.
KF/Dalvík endar því í 3. sæti riðilsins, en úrslitakeppnin hefst á morgun.