KF/Dalvík mætti Þrótti 4 í morgun í 8 liða úrslitum á Reycup í 4. flokki kvenna.  KF/Dalvík stelpurnar mættu ákveðnar til leiks og var nánast einstefna að marki Þróttar út leikinn. Leikið var í 2 sinnum 25 mínútur með stuttu hléi.

Svo fór á KF/Dalvík sigraði 6-0 en leikurinn fór fram á gervigrasvellinum Sund þar sem gamli Valbjarnarvöllurinn var áður. Var þetta stærsti sigur liðsins á mótinu. Frábær barátta og framistaða hjá liðinu sem leikur í undanúrslitum á móti RVKN 4 sem er sameinað lið frá Reykjanesi.

Leikurinn fer fram á grasvelli sem heitir Þríhyrningur og er bakvið aðalvöll Þróttar og hefst kl. 16:00.

Lið KF/Dalvík skipa:

 

Auður Anna
Ellen Daðey
Elísabet Ída
Freyja Júlía
Gréta Mjöll
Guðný Jóna
Jósefína Myrra
Lovísa Lilja
Natalía Sól
Sara Hrund
Selma Mjöll
Sunneva Björk
Þórlaug Diljá