3. flokkur karla hjá KF/Dalvík átti fyrsta leik dagsins á Reycup þegar liðið spilaði gegn heimamönnum í Þrótti-3 í Laugardalnum í Reykjavík. KF/Dalvík sendi aðeins eitt karla lið og eitt kvennalið á mótið í ár, en ekki var pláss fyrir liðin þeirra í 4. flokki sem hafa mætt undanfarin ár á mótið vegna gífurlegrar aðsóknar í ár. Það voru þó nokkrir strákar úr 4. flokki sem léku með liðinu í dag og stóðu sig vel.
KF/Dalvík mætti vel skiplagt til leiks og skoruðu tvo góð mörk í fyrri hálfleik, meðal annars hjólhestaspyrna frá Agnari Óla Grétarssyni, sem átti stórleik, en hann leikur einnig með meistaraflokki KF. Staðan var 0-2 í hálfleik. KF/Dalvík hélt áfram að pressa Þróttara og voru snemma í síðari hálfleik búnir að skora tvö mörk til viðbótar. Staðan 0-4 og leikurinn frábær skemmtun fyrir áhorfendur.
Undir lok leiksins missti Þróttur leikmann af velli með rautt spjald eftir grófa tæklingu, en hann var þegar á gulu spjaldi og hafði áður fengið viðvörun frá góðum dómara leiksins.
Markmaður Þróttar mistókst að hreinsa frá og pressaði sóknarmaður KF/Dalvík vel að honum við marklínuna og úr varð fimmta markið. Lokatölur 0-5 fyrir KF/Dalvík.
Frábær liðsframmistaða hjá KF/Dalvík sem byrjar mótið afar vel.
Myndasyrpa frá leiknum verður birt síðar.