KF/Dalvík sendi fjögur lið á knattspyrnumótið Reycup sem fram fer þessa dagana í Reykjavík á vegum Þróttar.

Tvö karla og tvö kvennalið fóru frá KF/Dalvík í 4. flokki. Leikið er í 2×25 mínútur og dreifast leikirnir yfir Laugardalinn og Safamýrina næstu daga. Fjölmargir foreldrar eru með í för eins og undanfarin ár en krakkarnir gista í skólunum í hverfinu. Liðin áttu 7 leiki í dag og eru 5 leikir á föstudag í riðlakeppninni. Útsláttur og úrslit fara fram á laugardag og sunnudag.

Kvennalið KF/Dalvík-2 leikur hópi B-liða(Styrkleiki 2). Liðið átti fyrsta leik dagsins gegn RKV-3(Reynir, Keflavík,Víðir) og tapaðist leikurinn 4-0. Næsti leikur liðsins var gegn Stjörnunni-4 kl. 16. Stjarnan vann leikinn 0-3.

Kvennalið KF/Dalvík leikur í hópi A-liða(Styrkleiki 1). Fyrsti leikur liðsins var gegn ÍR og unnu KF/Dalvík stelpurnar stór sigur, 1-6. Næsti leikur liðsins var gegn KFR(Knattspyrnufélag Rangeyinga) kl. 16. Stelpurnar í KF/Dalvík unnu einnig leikinn gegn KFR, lokatölur 2-0.

Karlalið KF/Dalvík leikur í hópi A-liða(Styrkleiki 1). Fyrsti leikur liðsins var eftir hádegið gegn Þór frá Akureyri. KF/Dalvík sigraði 0-2.

Karlalið KF/Dalvík-2 í hópi C-liða(Styrkleiki 3).  Liðið átti fyrsta leik kl. 10 við KFR (Knattspyrnufélag Rangeyinga) og vann KF/Dalvík2 3-1. Næsti leikur liðsins var kl. 15 gegn FH-3. KF/Dalvík-2 vann leikinn örugglega 0-6.

Flottur árangur hjá liðunum í dag og áfram heldur mótið á morgun og verður greint frá úrslitum hér á síðunni eftir að þau eru staðfest á síðu mótshaldara.

Frá Reycup 2022.
Frá Reycup 2022.