Kertamessa í Siglufjarðarkirkju í kvöld, skírdag kl.  20 til 21, á rólegu nótunum, með altarisgöngu.

Á föstudaginn langa, verður lesmessa, sem hefst kl. 20. Þar munu sex fermingarbörn vetrarins skipta með sér að lesa píslarsöguna eins og hún er skráð í Jóhannesarguðspjalli, 18. og 19. kafla.

Á páskadagsmorgun kl. 08 verður hátíðarmessa, og veisla í safnaðarheimilinu á eftir eins og verið hefur í áraraðir í boði Systrafélags Siglufjarðarkirkju. Kl. 10.30 verður svo helgistund á sjúkrahúsinu.

Íbúar í Fjallabyggð, fjölmennum í messu !

Heimild: Siglfirðingur.is / Sigurður Ægisson