Kennsla fellur niður í dag í Varmahlíð,  á Hofsósi, í Hólaskóla á Hólum í Hjaltadal og í Sólgarðsskóla í Fljótum. Eins fellur skólahald niður í Húnavallaskóla og leikskólanum Vallabóli. Hvorki skólabílar né skólarúta á milli Laugabakka og Hvammstanga aka í Húnaþingi vestra. Skólinn á Hvammstanga er engu að síður opinn. Þá er skólahaldi í Þelamerkurskóla í Hörgárdal frestað vegana ófærðar og veðurs.