Þórhallur Tómas Buchholz, kennari í rafiðngreinum í Verkmennaskólanum á Akureyri, var einn af dómurum í keppni í rafeindavirkjun eða electronics á WorldSkills 2024 ,heimsmeistaramóti iðngreina, sem haldið var í Lyon í Frakklandi dagana 10.-15. september síðastliðinn.

Fleiri íslenskir dómarar tóku þátt í World Skills en hins vegar engir keppendur. Þessi keppni er haldin annað hvert ár en hitt árið er haldið Evrópumót – EuroSkills. Í þá keppni sendir Ísland jafnan keppendur.

Keppendur í rafeindavirkjun komu víða að t.d. frá Kína, Taiwan, Indlandi, Japan, Singapúr, S-Kóreu, Brasilíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sviss, Austurríki, Þýskalandi og Frakklandi.

 

EuroSkills 2025 – Evrópumót iðngreina – verður haldið í Herning í Danmörku í september á næsta ári.