Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, og framkvæmdastjóri KEA, Halldór Jóhannsson, afhentu í gær styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA. Þetta er í 78. sinn sem KEA veitir styrki úr sjóðnum og fór úthlutunin fram í Ketilhúsinu á Akureyri. Auglýst var eftir umsóknum í september og bárust 203 umsóknir. Veittir voru 38 styrkir, samtals að fjárhæð 6,1 milljón króna.

Þeir styrkir sem komu í Fjallabyggð eru eftirfarandi:

Ljóðasetur Íslands á Siglufirði fékk almennan styrk, 150.000 kr vegna lifandi viðburða í setrinu.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar fékk íþróttastyrk að upphæð kr. 200.000, til að endurnýja mörk og annan búnað.

Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg fékk íþróttastyrk að upphæð kr. 200.000, til kaupa á skíðastöngum og þráðlausum tímatökubúnaði.

Hægt er að sjá alla styrkina hérna.