Norðurþing birti ekki ársreikninga sína á réttum tíma í vor og hefur því Kauphöllin ákveðið að áminna Norðurþing opinberlega og beita févíti að fjárhæð kr. 1.500.000.- vegna atvika þar sem útgefandi er talinn hafa gerst brotlegur við ákvæði reglna fyrir útgefendur fjármálagerninga í Kauphöllinni.  Er Norðurþing talið hafa brotið gegn ákvæði 4.3.1 í reglum Kauphallarinnar.

Sveitarfélagið Norðurþing hefur þegar falið lögfræðideild endurskoðanda sveitarfélagsins (PWC) að annast málið og krefjast niðurfellingar á févíti sem Kauphöll Íslands hefur beitt.