2. umferð Íslandsmótsins í 2. deild karla í blaki fór fram á Dalvík í dag með fjölmörgum leikjum. Karlalið Blakfélags Fjallabyggðar lék fjóra leik í dag og var mikið álag, en liðið á svo tvo leiki á morgun, sunnudag.

BF liðið er mikið breytt og margir eldri leikmenn ekki lengur með liðinu. Nýr þjálfari og aðstoðarþjálfari leika báðir með liðinu í ár. Alls eru núna 5 erlendir leikmenn spilandi með liðinu til að fylla í þau skörð sem mynduðust fyrir mótið.

BF-Fylkir-C

BF mætti Fylki-C í morgun í fyrsta leik liðsins. Í liði Fylkis-C voru aðeins erlendir leikmenn á skýrslu. Úr varð jafn og spennandi leikur. Í 2. deildinni þarf aðeins að vinna tvær hrinur til að fara með sigur í leik.

BF hélt forskoti alla fyrstu hrinuna, en náði aldrei að hrista Fylki alveg frá sér. Jafnt var í stöðunni 12-12 og 16-16. BF kláruðu hrinuna 25-22 og voru komnir í 1-0.

Hrina tvö var mjög svipuð en Fylkir komst þó tvisvar sinnum yfir en BF náði ágætis forskoti þegar leið á hrinuna. BF komst í 16-10 og 18-12 en Fylkir minnkaði muninn í 21-19. BF kláraði aftur hrinuna 25-23 og unnu leikinn 2-0.

BF-HKarlarnir

BF lék næst við HK-Karlana í hádegisleik og fór hann í oddahrinu. BF byrjaði leikinn ágætlega en liðin skiptust á að ná forskoti í hrinunni. BF komst í 4-1 og 12-6 en þá varð viðsnúningur í leiknum eftir leikhlé HK. HK jafnaði leikinn 12-12 og skoraði 6 stig í röð. Leikurinn var jafn og spennandi en HK vann hrinuna 23-25.

BF strákarnir byrjuðu næstu hrinu með látum og komust í 5-0 og 10-1. HK minnkaði muninn í 16-12 en BF náði aftur tökum á leiknum og komust í 23-12 og sigruðu örugglega 25-15 og var orðið jafnt 1-1.

HKarlarnir áttu oddahrinuna og komust í 3-8 og 6-14. HK vann svo hrinuna örugglega 7-15 og leikinn 1-2.

BH-BF

Þriðji leikurinn var gegn Blakfélagið Hafnarfjarðar og var lítil pása á milli leikja hérna. BF byrjaði aftur af krafti og komst í 2-8 en tóku þá Hafnfirðingarnir leikhlé og komu tvíefldir aftur til leiks. BH jafnaði leikinn 8-8 og náðu undirtökum í leiknum. BH komst í 20-16 og 23-19. BF tapaði hrinunni 25-23 eftir mikla baráttu.

Í annarri hrinu voru líka sveiflur en einnig jafn leikur.  BH komst í 4-1 og 10-5 en BF jafnaði 12-12 og komst yfir 12-14. Jafnt var í stöðunni 21-21 en BH kláraði leikinn 25-22.

BF-Þróttur Nes-C

Lokaleikur dagsins hjá BF var gegn Þrótti Nes-C.  Fyrsta hrinan var jöfn og fór í upphækkun eftir spennandi lokamínútur. BF komst í 9-5 en eftir það var jafnt á flestum tölum þar til Þróttur Nes komst í 21-24. BF jafnaði 24-24 en Þróttur átti síðustu tvö stigin og unnu 24-26 og komust í 0-1.

Þróttur hafði yfirhöndina í annarri hrinu og leiddu allan tímann. Þróttur náði góðu forskoti í stöðunni 10-16 og 13-23. Þróttur innsiglaði svo sigurinn 18-25 og unnu leikinn 0-2.