Karl Jónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar og tekur hann til starfa 23.janúar 2023.
Karl hefur langa og viðamikla reynslu af stjórnunarstörfum úr eigin rekstri og á að auki að baki ríflega 30 ára þjálfarareynslu í körfubolta þar sem hann hefur unnið með börnum, unglingum og fullorðnum. Karl hefur á undanförnum árum gegnt formennsku í UMF Samherjar og hefur einnig byggt upp körfuboltastarf fyrir krakka í Eyjafjarðarsveit.
Karl þekkir vel til starfsemi sveitarfélagsins og hefur meðal annars verið varafulltrúi í sveitarstjórn og setið í nefndum sveitarstjórnar til ársins 2020. Karl hefur einnig verið formaður ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar, setið í stjórn Markaðsstofu Norðurlands og í stjórn Félags ferðaþjónustubænda.
Karl býr yfir mikilli þjónustulund sem hann hefur tileinkað sér á starfsferlinum, m.a. úr eigin rekstri í ferðaþjónustu á Lambinn og í þjálfunarstörfum sínum.