Frístundanefnd Fjallabyggðar hefur lagt til að gjaldskrá hækki í ljósatíma í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar og stakur tími verði á kr. 1.100.- og að ljósatímum fylgi eingöngu aðgangur að sturtu. Óski viðskiptavinir eftir því að fá að fara í sund, pott eða líkamsrækt þurfa þeir að greiða sérstaklega fyrir það.

Samhliða verði lamparnir auglýstir til sölu og kannaður möguleikinn á því að hætta með ljósalampa í íþróttamiðstöðinni í Fjallabyggð, en ný sólbaðstofa hefur opnað á Siglufirði.