Kanínur hafa verið í Kjarnaskógi um áratuga skeið og hafa flestir haft gaman af því að sjá þær skoppa um skóginn. . Á mörgum stöðum í Kjarnaskógi hafa kanínurnar drepið falleg tré sem hefur  verið plantað hingað og þangað um skóginn til skrauts. Í vetur þegar fór að snjóa og harðna á dalnum hjá kanínunum hafa þær tekið upp á því að naga allan börk af greinum og stofni valina trjáa. Kanínurnar hafa sigtað út sjaldgæfustu og dýrustu trén og virðast tré af rósaættinni vera í sérstöku uppáhaldi eins og t.d. reynitré, eplatré og prunusar.  Vegna snjóalaga í vetur hafa þær í mörgum tilfellum geta verið að dunda við að hreinsa börkinn af trjánum frá jörð og upp í yfir meters hæð svo nú standa eftir berir trjástofnarnir.

IMG_9289-1600x1200 IMG_1368

 

 

 

 

 

 

 

Heimild og myndir: www.skogarbondi.is