Október var kaldur á landinu öllu. Það var kaldast á norðurhluta landsins en hlýrra sunnanlands. Tíð var þó nokkuð hagstæð, það var óvenjulega hægviðrasamt og úrkoma var undir meðallagi víðast hvar.

Á Akureyri var meðalhitinn 0,8 stig sem er 2,7 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 3,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Þetta var kaldasti októbermánuður á Akureyri síðan 1981.

Meðalhiti í Reykjavík í október var 3,3 stig. Það er 1,5 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 2,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára.