KA spilaði við Víking frá Ólafsvík á Akureyrarvelli á laugardaginn. Það voru KAmenn sem byrjuðu leikinn vel og skoraði Haukur Hauksson strax á 4. mínútu. Hann bætti svo við öðru marki á 18. mínútu og staðan 2-0 í hálfleik.

Dan Howell skoraði svo á 59. mínútu og kom KA í 3-0 En Eldar Masic minnkaði muninn tveim mínútum síðar. Björn Pálsson bætti svo við marki á 75. mínútu og kom Víkingi í 3-2.  Hallgrímur Mar Steingrímsson kom KA í 4-2 á 80. mínútu með marki úr víti. Víkingar skoruðu svo lokamarkið á 85. mínútu og var það Helgi Hafsteinsson að verki. 140 áhorfendur voru á vellinum. KA er í 7. sæti með 26 stig og fer ekki upp þetta árið. Þeir spila næst við ÍA á Akranesi og í lokaumferðinni koma BÍ í heimsókn.

1-0 Haukur Heiðar Hauksson
2-0 Haukur Heiðar Hauksson
3-0 Dan Howell
3-1 Eldar Masic
3-2 Björn Pálsson
4-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson
4-3 Helgi Óttarr Hafsteinsson