KA tapaði fyrir Selfossi í 1. deild karla í knattspyrnu í gær á Akureyrarvelli. Lokatölur urðu 1-2 fyrir Selfoss og skoraði Jón Daði Böðvarsson fyrsta markið á 32. mínútu og var staða því 0-1 í hálfleik. Í þeim síðari bætti Selfoss við marki á 65 mínútu og var það Viðar Kjartansson þar að verki. KA menn minnkuðu muninn í blá lokin með marki Davíðs Bjarnasonar.