Úrslitaleikurinn í Norðurlandsmótinu í knattspyrnu fór fram í dag kl. 14. KA og Þór áttust við í markaleik. Loka tölur voru 3-2 fyrir KA.
Á annari mínútu fékk KA maðurinn Hallgrímur Mar boltann á miðjunni og sendi hann út á félaga sinn Brian Gilmour sem átti flotta fyrirgjöf á nær svæðið þar sem Ævar Ingi skallaði boltann lengst upp í loftið og flestir héldu að boltinn hefði farið hátt yfir en niður kom boltinn réttu meginn við endalínuna og snérist í marki, stór undarlegt mark en KA komið yfir eftir 2 mínútur.
Adam var ekki lengi í paradís, Þórsara pressuðu á KA menn og uppskáru horn á 7.mínútu, úr horninu barst boltinn út á Sigurð Marínó sem sendi flottann bolta beint á fyrrum KA-manninn Janez Vrenko sem skoraði með viðstöðulausu skoti. Fallegt mark og staðan aftur orðin jöfn.
Það voru svo KA menn sem komust yfir á 37.mínútu eftir aukaspyrnu Þórsara útá kannti greip Matus Sandor boltann og þrumaði fram, Baldvin Ólafsson virtist vera með boltann á hreinu en misreiknaði sig eitthvað og missti hann framhjá sér, Hallgrímur Mar Steingrímsson komst þá einn í gegn og kláraði vel framhjá Rajko í marki Þórsara og KA menn komnir yfir 2-1 og þannig stóðu leikar í hálfeik.
Seinni hálfleikur þróaðist svipað og sá fyrri, Þórsarar stjórnuðu leiknum og voru meira með boltann og KA menn reyndu að beita skyndisóknum.
Ibra Jagne var gríðarlega sterkur í liði Þórsara en hann átti sendingu á Svein Elías Jónsson á 59. mínútu sem lagði boltann laglega í nær hornið framhjá Sandor og jafnaði metin í 2-2.
Á 88. mínútu fengu KA skyndisókn og Guðmundur Óli Steingrímsson spretti upp hægri vænginn og sendi boltann yfir til vinstri á bróðir sinn Hallgrím sem snéri á Baldvin Ólafsson og skaut boltanum snyrtilega í stöngina og inn og tryggði KA sigur á Hleðslumótinu annað árið í röð eftir sigur á nágrönnum sínum.
1-0 Ævar Ingi Jóhannesson (‘2)
1-1 Janez Vrenko (‘7)
2-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson (’37)
2-2 Sveinn Elías Jónsson (’59)
3-2 Hallgrímur Mart Steingrímsson (’88)