KA og HK mættust á Akureyrarvelli í kvöld og vann KA mjög mikilvægan 2-1 sigur.

Eyþór Helgi Birgisson kom HK yfir strax á 4. mínútu en Davíð Rúnar Bjarnason jafnaði leikinn á 51 mínútu.  Það var svo Daniel Jason Howell sem kom inná sem varamaður á 54 mínútu fyrir Arnór Hallsson og tryggði KA sigur á 89 mínútu.

HK er eftir leikinn á botninum með fimm stig en KA er með 14 stig. Örvar Sær Gíslason dæmdi leikinn og voru 250 áhorfendur á leiknum.

KA 2 – 1 HK:
0-1 Eyþór Helgi Birgisson
1-1 Davíð Rúnar Bjarnason
2-1 Daniel Jason Howell