JS seafood mun setja upp niðursuðuverksmiðju að Bakkagötu 11 á Kópaskeri.  Áætlað er að sjóða niður þorsklifur ásamt fleiru, sbr. markríl og síld.  Gert er ráð fyrir að allar vélasamstæður verði komnar á staðinn í næstu viku og starfsemi hefjist fljótlega þar á eftir.  Kaupendur vörunnar eru til staðar og því ræðst sölumagn af því hráefnismagni sem vinnslan getur aflað sér.  Fyrirtækið væntir samstarfsvilja útgerðaraðila innan sveitarfélagsins Norðurþings.  Fyrirtækið er aðili að rekstri samskonar vinnslu í Grindavík og starfa þar 18 manns.

Fyrirtækið JS seafood hefur óskað eftir samvinnu við sveitarfélagið um þá þætti sem geta leitt til styrkingar reksturs niðursuðuverksmiðjunnar.