Stórtónleikar með lögum Gylfa Ægissonar verða í Bátahúsi Síldarminjasafns Íslands á Siglufirði, laugardaginn 22. júní. Helstu lög Gylfa verða sungin og verða sex söngvarar og þriggja manna hljómsveit á staðnum. Undirbúningur tónleikanna hefur staðið í tvo mánuði og er góðri skemmtun lofað.

Gylfi verður sjálfur á staðnum og tekur eflaust lagið eða segir sögur. Tónleikarnir hefjast á frumsýningu stuttmyndar sem gerð hefur verið um Gústa guðsmann. Helstu lög Gylfa eru:  Minning um mann, Gústi guðsmaður, í sól og sumaryl, Stolt siglir fleyið mitt, Hvíslað yfir hafið, o.fl.

IMG_8865 (Small)