Sunnudagskvöldið 11. desember ætla þau Daníel Pétur Daníelsson, Edda Björk Jónsdóttir og Hörður Ingi Kristjánsson að flytja úrvals jólalög á jólatónleikum Síldarminjasafnsins í Bátahúsinu.  Tónleikarnir hefjast kl. 20:00.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum, en Síldarminjasafnið vill að leggja jólasöfnun Önnu Hermínu Gunnarsdóttur lið. Hún hefur um árabil safnað jólagjöfum og fært Mæðrastyrksnefnd til úthlutunar í aðdraganda jóla. Verður því tekið við frjálsum framlögum sem renna óskipt til jólaaðstoðar Mæðrastyrksnefndar.