Strákarnir í Hlaðvarpinu á Tæpasta vaði komu út með jólaþátt nokkrum dögum fyrir jólahátíðina. Þrír frábærir gestir komu í settið og svöruðu spurningum um þeirra jólahefðir.Gestirnir voru Magnús Magnússon úr SR búðinni á Siglufirði, Daníel Pétur Baldursson matreiðslumaður og starfsmaður Kjörbúðarinnar og Jimmy Wallster frá Sigló veitingum og Eðaldekor.
Guðmundur Gauti og Jón Karl voru umsjónarmenn þáttarins í þetta skiptið en Hrólfur rakari kom þó í mýflugumynd í þáttinn.
Frábær jólaþáttur og vel valdar og kunnuglegar spurningar sem þessir frábæru gestir fengu að svara. Hægt er að hlusta á alla eldri þætti hér.