Á morgun, laugardaginn 17. desember kl. 15:00, koma Ketkrókur og Kertasníkir í heimsókn í Berg menningarhús á Dalvík og syngja og spjalla. Kaffihúsið verður opið og hægt að fá aðventudrykki, súkkulaðibolla, konfekt og smákökur. Kjörið tækifæri til að eiga notalega og góða stund með börnunum.