Hið árlega Jólamót Umf. Samherja í frjálsum íþróttum verður haldið í íþróttahúsinu í Hrafnagilsskóla á Akureyri laugardaginn 3. desember frá klukkan 13:00 til klukkan 17:00. Keppni hefst á þrautabraut fyrir 9 ára og yngri klukkan 13:00, en klukkan 13:30 hefst keppni hjá eldri iðkendum. Keppt verður í langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu, hástökki og kúluvarpi í flokkum pilta og stúlkna 10 – 11 ára, 12 – 13 ára, 14 – 15 ára og 16 ára og eldri. Skráning í mótið þarf að fara fram fyrir fimmtudaginn 1. desember. Keppnisgjald og fyrir 9 ára og yngri er kr.1000,- og kr.1500,- fyrir 10 ára og eldri. Keppnisgjaldið greiðist á staðnum.