Að vanda verður frítt að senda jólakveðjur hérna á síðunni í desember fyrir einstaklinga og fyrirtæki í Fjallabyggð. Þá munum við eins og undanfarin ár birta jólaviðtöl við nokkra íbúa Fjallabyggðar og bjóðum eins þeim sem hafa áhuga á þátttöku að hafa samband.

Í desember verður líka ljósmyndasamkeppni, þar sem þrjár bestu ljósmyndirnar af jólalegasta húsinu í Fjallabyggð.  Bestu myndirnar verða svo birtar hér á síðunni 23. desember.

Þökkum þeim sem sjá sér fært að taka þátt í þessum viðburðum sem eru orðnir árlegir hjá okkur hér á síðunni.

Varðandi jólakveðjur, þá er nóg að senda okkur texta og við setjum jólabakgrunn undir.