Á föstudaginn s.l. hófust jarðhitarannsóknir í Hörgárdal og Öxnadal á vegum Hörgársveitar og Norðurorku hf. með stuðningi Orkusjóðs. Fræðileg umsjón með verkefninu er í höndum Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR).  Áætlað er að bora 15-20 hitastigulsholur víða um svæðið.

Markmiðið með þeim er að leita að hitastigulshámarki, sem síðar væri hægt að skoða nánar með það í huga að staðsetja djúpa holu. Verktaki er Ræktunarsamband Flóa og Skeiða. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki fyrir áramót, en hugsanlegt er að boranir standi yfir fram í janúar.