Nýr samfélagsvefur hefur verið stofnaður á Facebook sem kallast Jákvæðar fréttir úr Fjallabyggð. Fyrsti kynningarfundur var haldinn í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði og var fundurinn opnaður með orðum stjórnanda og upphafsmanni Jákvæðra frétta, Þórarni Hannessyni. Verkefnið var kynnt og var góð mæting á fundinn.

Takmarkið er að taka betur eftir því jákvæða sem er að gerast í Fjallabyggð og flytja fréttir af því á Facebooksíðunni. Nú þegar hafa um 280 manns “like-að” síðuna. Steingrímur Kristinsson var á svæðinu og tók þessar myndir.

11588052605_df53ca2924_z  11588375654_79aa397649_z11588378094_1ca9fe5b4f_z