Íþróttamaður Tindastóls 2013 er Helgi Rafn Viggósson körfuknattleiksmaður. Að þessu sinni hlutu þau Viðar Ágústsson og Bríet Lilja Sigurðardóttir viðurkenningu fyrir að vera efnilegust körfuknattleiksmanna. Helgi Rafn er fyrirliði Tindastóls og þykir til fyrirmyndar innan sem utan vallar.

Kjörið um íþróttamann Tindastóls stóð að þessu sinni á milli Sigurjóns Þórðarsonar, sundmanns, Helga Rafns Viggóssonar, körfuknattleiksmanns, Bryndísar Rutar Haraldsdóttur, fótboltakonu, Birnu Maríu Sigurðardóttur, skíðakonu, Atla Arnarssonar knattspyrnumanns og Jóhanns Björns Sigurbjörnssonar, frjálsíþróttamanns.

20131230181836884Mynd frá: www.tindastoll.is