Það var góð stemming á Ólafsfjarðarvatni á laugardaginn en þá fór fram Ísmót Gnýfara. Keppt var í tölti og 100 metra skeiði. Rúmlega 40 keppendur tóku þátt í töltinu og vel á annan tug í skeiðinu. Ísinn var örlítið að stríða keppendum þegar leið á keppnina en þá mynduðust lítil göt á efsta borð íssins og hafði það töluverð áhrif á hrossin.

Eftir forkeppnina i töltinu stóð efst Úlfhildur Sigurðardóttir á Sveiflu frá Hóli en sýning þeirra tókst í alla staði vel. Í úrslitunum náðu þær sér ekki nógu vel á strik og svo fór að Helgi Þór Guðjónsson á Berg frá Kolsholti 2 sigraði eftir að hafa sigrað B- úrslitin einnig. Bergur þessi er undan Álfasteini frá Selfossi og Sylgju frá Kolsholti, Feykisdóttur frá Hafsteinsstöðum.

 Í skeiðinu var það Skeiðkóngurinn Svavar Hreiðarsson sem sigraði á stóðhestinum Jóhannesi Kjarval. Jóhannes þessi er undan Kjarval frá Sauðárkróki og Tinnu frá Hala, Þokkadóttur frá Garði. Tinna er einnig móðir vekringsins Johnny be good sem á marga góða sigra að baki á keppnisbrautinni.

 

Tölt A úrslit:

 • Helgi Þór Guðjónsson Bergur frá Kolsholti 2    7,43
 • Elvar Einarsson Lárus frá Syðra-Skörðugili 7,43
 • Vignir Sigurðsson Lygna frá Littlu-Brekku 7,16
 • Úlfhildur Sigurðardóttir Sveifla frá Hóli 7,13
 • Atli Sigfússon Krummi frá Egilsá 7,1

Tölt B úrslit:

 • Helgi Þór Guðjónsson Bergur frá Kolsholti 2   7,23
 • Vignir Sigurðsson Lygna frá Littlu-Brekku 7,1
 • Þorbjörn H Matthíasson Gígja frá Litla-Garði 6,9
 • Viðar Bragason Björg frá Björgum 6,7
 • Stefanía Árdís Árnadóttir Vænting frá Akurgerði 6,5
 • Jón Páll Tryggvason Snillingur frá Grund 2    6,43
 • Höskuldur Jónsson Svali frá Sámsstöðum 6,43

Skeið:

 • Svavar Hreiðarsson Jóhannes Kjarval frá Hala 8,94
 • Elvar Einarsson Segull frá Halldórsstöðum 9,10
 • Sveinn Ingi Kjartansson Prati frá Eskifirði 9,22
 • Elvar Einarsson Hrappur frá Sauðárkróki 9,40
 • Gestur Páll Júlíusson Magnús frá Sandhólaferju 9,45

 

Heimild: Fax.is