Sr. Stefánía Steinsdóttir verður sett í embætti sóknarprests í Ólafsfjarðarsókn 1. október næstkomandi, kl. 14:00 í Ólafsfjarðarkirkju.

Sóknarnefnd býður til kaffiveitinga að athöfn lokinni.

Sr. Stefanía var fyrst ráðin tímabundið í starfið haustið 2022, en fékk svo staðfesta ráðningu í vor.

Sr. Stefanía Steinsdóttir er fædd þann 2. maí árið 1980. Hún er fædd og uppalin á Akureyri og varð stúdent frá Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 2001.

Hún tók BS gráðu í líftækni og hóf þá masters nám í auðlindafræði í Háskólanum á Akureyri. Þá lauk hún BA gráðu í guðfræði árið 2015 og mag. theol. prófi frá Háskóla Íslands í júní árið 2017.