Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir upplýsingum um samninga Dalvíkurbyggðar við Bergmenn ehf um þyrluskíðamennsku í landi Dalvíkurbyggðar auk afrit annarra gagna er þá varðar. Óskað er eftir hver aðdragandi að gerð samninganna og jafnframt hvort og þá hvaða takmarkanir á rétti annarra til umferðar um viðkomandi landsvæði felist í samningunum að mati sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar.
Sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar hefur verið gert að svara erindinu og afhenda gögn. Samninginn sem um ræðir má lesa hér. Sjá einnig eldri frétt um málið á Héðinsfjörður.is hér.
Í samningi milli Dalvíkurbyggðar og Bergmanna, undirrituðum 22. febrúar 2012, um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða 1. mars til 15. júní.
Áðurgreindur samningur tryggir Bergmönnum tímabundinn einkarétt til að lenda þyrlu á landi Dalvíkurbyggðar með borgandi ferðamenn á sínum vegum í þeim tilgangi að stunda skíðamennsku. Samningurinn er til 12 ára með endurskoðunarákvæði árið 2016.
Mynd frá: Gösta Fries, www.arcticheliskiing.com