Innanhússmót Knattspyrnufélags Fjallabyggðar í knattspyrnu fer fram föstudaginn 30. desember í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði. Hvert lið má vera skipað allt að 7 leikmönnum, 5 inná í einu og keppt verður í 2 til 3 riðlum (fer eftir fjölda liða). Eftir riðlakeppnina verður síðan útsláttarkeppni þar sem besta liðið stendur uppi sem sigurvegari. Keppt verður í bæði karla- og kvennaflokki (ef næg þátttaka fæst).
Keppnisgjald er 15.000 kr. og gildir það einnig sem aðgöngumiði á Herrakvöld KF sem fram fer um kvöldið og þar sem verðlaun verða veitt fyrir keppni dagsins. Leikjaniðurröðun kemur á heimasíðu félagsins (kfbolti.is) fyrir klukkan 21:00, fimmtudaginn 29. desember. Spilað er eftir innanhúsreglum KSÍ. Vegleg verðlaun eru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í mótinu. Nánari upplýsingar hjá Brynjari í síma 869-8483 eða Hlyni í síma 898-7093.
Herrakvöldið er haldið að Hóli á Siglufirði og hefst kl.20:00. Miðaverð er 2.000 kr. Á Herrakvöldinu verður boðið upp á léttar veitingar, fordrykk og snittur. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Brynjari í síma 869-8483 eða Hlyni í síma 898-7093.