Sjö iðkendur frá Tennis- og Badmintonfélagi Siglufjarðar(TBS) tóku þátt í fyrsta unglingamót vetrarins sem fram fór um helgina í TBR í Reykjavík. Krakkarnir úr Fjallabyggð stóðu sig vel og náðu í verðlaun á mótinu:
Verðlaun til TBS:
Marínó Örn Óskarsson vann gull í einliðaleik U-11.
Pálína Ósk Ómarsdóttir var í 2. sæti í einliðaleik U-11.
Sebastían Amor Óskarsson var í 2. sæti í einliðaleik U-13 og í 2. sæti í tvíliðaleik ásamt Erik Val frá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar.
Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir var í 2. sæti í tvíliðaleik í U-17-19 ásamt Lenu Rut frá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar.
Myndir með frétt koma frá TBS.
Gæti verið mynd af 3 manns, people standing, innanhúss og Texti þar sem stendur "YON BADMINTONRÁD REYKJAVÍKUR YONEX"
Gæti verið mynd af 2 manns, people standing, innanhúss og Texti þar sem stendur "RSL"
Gæti verið mynd af 2 manns og people standing
Gæti verið mynd af 4 manns, people standing og innanhúss