Til sölu er íbúð á Hvanneyrarbraut 56 á Siglufirði. Íbúðin er 79,4 fermetrar og þriggja herbergja ásamt geymslu. Er staðsett á annari hæð til vinstri. Óskað er eftir tilboði í eignina, en nánari upplýsingar veitir Þórður í síma 852-3065. Fastanúmer eignar er F2130547 og er hún merkt 301. Fasteignamat eignar er 13.450.000 kr en brunabótarmat 34.000.000 kr. Húsið er byggt árið 1947 og er steypt.
Frábært útsýni eru úr stofuglugga.
Viðhald:
Búið er að skipta um gler austan megin. Parket er á herbergjum og stofu. Dúkur á baði. Eldri innrétting í eldhúsi. Íbúðin þarfnast endurnýjunar.