Íbúar og starfsmenn á Hornbrekku í Ólafsfirði hafa fengið samþykkta beiðni um að kaupa gróðurhús frá Bambahús sem staðsett yrði fyrir utan hjúkrunarheimilið.
Mikill áhugi er fyrir því að rækta plöntur og matjurtir og margir íbúanna á Hornbrekku eru með græna fingur.
Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti þessa ósk og verður þetta sett inn í Hátindsverkefnið sem er í gangi í Fjallabyggð.