Umsókn Rarik á Siglufirði fyrir byggingaleyfi fyrir spennistöð við Hverfisgötu 39 hefur verið grenndarkynnt nálægum lóðarhöfum. Lóðarhafar hafa skilað inn sameiginlegri athugasemd um þessa framkvæmd til Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar.
Rarik setti upp bráðabirgðaspennistöð við Háveg í sumar og átti aðeins að standa í þrjá mánuði, en það leyfi hefur verið framlengt til 18. desember, eða um þrjá mánuði. Þar sem varanleg spennistöð verður byggð á svipuðum stað þá var stöðuleyfi framlengt fyrir þessari bráðabirgðastöð. Íbúar á svæðinu eru ekki á eitt sáttir með þessar framkvæmdir.