Íbúa- og átthafafélag Fljóta hefur óskað eftir að haldinn verði almennur íbúafundur í Fljótum. Þau málefni sem helst brenna á íbúum eru fyrirhuguð sala félagsheimila í Skagafirði, framkvæmdir við jarðgöng til Siglufjarðar, skipulagsmál í sveitinni auk almennrar þjónustu við íbúa svæðisins.
Byggðarráð Skagafjarðar hefur samþykkt að verða við beiðninni.