Gönguferð og ævintýradvöl í Svarfaðardal  

Ævintýradvöl í stórbrotinni náttúru Svarfaðardals. Allt í einum pakka, fjölbreyttar gönguleiðir um ægifagran fjallasal, jarðfræði, fuglaskoðun, jurtagreining, örnafnastúdía og þjóðfræði í bland við alþýðukveðskap og innansveitarkróniku.

Þátttakendur mæta að Húsabakka í Svarfaðardal sunnudaginn 8. júlí kl. 20. Gist verður á Húsabakka allan tímann. Þar eru rúm en fólk þarf að hafa með sér sængurföt eða svefnpoka. Allar ferðir eru dagsferðir, miserfiðar, en aðeins verður gengið með léttan dagpoka og aldrei þarf að vaða ár. Stundum verður gengið í bröttum skriðum hlíða og á fjallseggjum, ennfremur gengnar fannir og smájöklar. Í ferðinni verða dagleiðir m.a.: ,,Vikið” í kringum Karlsárfjall, að Steinboga inn að Gljúfurárjökli, yfir Heiðinmannaá, kringum fjallið Skjöld, niður í Skallárdal, gengið á Hvarfshnúk með einstakt útsýni yfir Eyjafjörð og til Grímseyjar. Á lokadeginum verður gengið um láglendi Svarfaðardals.

  • Verð: 60.000 / 63.000 kr.
  • Innifalið: Fullt fæði, gisting og fararstjórn.
  • Fararstjóri er Kristján Eldjárn Hjartarson að Tjörn í Svarfaðardal.
  • Dagsetning: 9.7.2012 – 13.7.2012
  • Brottfararstaður: Að Húsabakka í Svarfaðardal sunnudaginn 8. júlí kl. 20
  • Viðburður: Í TRÖLLAHÖNDUM Á TRÖLLASKAGA