Hópur á Dalvík hyggst stofna klifurfélag í Dalvíkurbyggð.  Hugmyndir eru uppi um uppbyggingu á klifuraðstöðu í Víkurröst. Félagið óskar eftir að fá að nota húsnæðið í Víkurröst, þ.e. áhorfendapallana til að byggja upp klifurvegg. Einnig óskar félagið eftir kr. 600.000 framlagi frá Dalvíkurbyggð til innkaupa á timbri, krossvið og skrúfum en sótt hefur verið um styrki í aðra sjóði og verður öll vinna við uppbyggingu klifurveggjarins unnin í sjálfaboðavinnu. Bæjarráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt styrkveitingu.