Flestir íbúar í Fjallabyggð sem fóru af stað til vinnu í morgun þurftu að skafa af sínum bílum. Hvít jörð var víða eftir snjókomu og slyddu á Norðurlandi. Hérna eru myndir frá Ólafsfirði teknar snemma í morgun af Guðmundi Inga Bjarnasyni, tjaldverði í Fjallabyggð.

Núna þegar þetta er skrifað er 4° stiga hiti í Ólafsfirði og rigning. Spáð var 50mm úrkomu í dag og 40 mm á morgun.