Gestir tjaldsvæðanna í Fjallabyggð vöknuðu við hvíta jörð í morgun en snjóað hefur í Fjallabyggð í nótt og voru haglél í gær.

Nokkrir húsbílar eru á tjaldsvæðinu á Siglufirði og einn lítill húsbíll er á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði núna í morgun.

Tjaldsvæðin í Fjallabyggð opnuðu núna um miðjan mánuðinn og eru þetta með fyrstu gestum sumarsins.

Myndirnar tók Guðmundur Ingi Bjarnarson tjaldvörður og íbúi í Ólafsfirði.