H listinn í Fjallabyggð telur mikilvægt að bæjarstjórn Fjallabyggðar hvetji félagsmálaráðherra til að skipa nú þegar í svæðisráð vegna vinnu við hafs- og strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð. Svæðisráð fer svo fyrir þeirri vinnu er varðar skipulag á haf- og strandsvæðum í samvinnu við Skipulagsstofnun.
Það er mjög brýnt að þessi vinna fari sem fyrst í gang þar sem fyrirtæki í Fjallabyggð hefur áform um fiskeldi á svæðinu og því þörf á að hraða vinnu við skipulagið.
Haf- og strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð á árinu 2025 afmarkast frá Siglunesi í vestri og Bjarnarfjalli í austri.