Nú er orðið þétt pakkað en vel skipulagt á tjaldsvæðinu í miðbæ Fjallabyggðar á Síldarævintýrinu. Fjölmargir húsbílar og hjólhýsi eru nú á tjaldsvæðinu í miðbæ Siglufjarðar og er lítið af lausu plássi á því svæði. Í Ólafsfirði er hinsvegar önnur saga, þar er enn nóg pláss á tjaldsvæðinu og fáir húsbílar og tjaldvagnar enn sem komið er.

Veður hefur þó verið með ágætum á svæðinu.

Aðsendar myndir frá Guðmundi Inga Bjarnasyni, tjaldverði í Fjallabyggð.

Tjaldsvæðið Ólafsfirði.
Tjaldsvæðið Siglufirði