Túngata 11 á Siglufirði er nú aftur auglýst til sölu en þar hefur undanfarin ár verið rekinn söluturninn Videóval. Reksturinn hætti í haust hjá nýjum rekstraraðilum Videovals. Húsið er byggt árið 1936 og er eignin 77 fm. Um er að ræða opið rými, tvo salerni og geymsla. Auglýst verð er 21,5 milljón.
Ýmis tæki fylgja með kaupunum eins og kælir, frystir, grillofn, læstur skápur, hillur, búðarborð, sjóðsvél, borð og stólar.
Gott tækifæri fyrir einhvern sem vill hefja rekstur í Fjallabyggð.
Nánari upplýsingar hjá Arndísi Erlu í síma 690-7282 eða arndis@fasteignamidlun.is.
Fleiri upplýsingar á fasteignavef mbl.is