Siglufjarðarkirkja

Útihurð við aðalinngang á Siglufjarðarkirkju gáfu sig í nótt eða morgun í hvassviðrinu sem verið hefur í Fjallabyggð. Hurðarvængurinn er mjög skemmdur og læsingin ónýt. Viðgerð dregst eitthvað fram í næstu viku, kannski lengur, því panta þurfti eitt og annað til verksins. Nú er búið að negla fyrir aðalinnganginn til að ekki verði frekari skemmdir. Hviðurnar í nótt og í morgun á Siglufirði fóru yfir 30 m/s.

Allt helgihald í Siglufjarðarkirkju fellur því niður sunnudaginn 26. mars, jafnt barnastarf sem gospelmessa.

Þetta kemur fram í tilkynningu á samfélagsmiðlum kirkjunnar.

Siglufjarðarkirkja