Eins og flestir skipa og báta áhugamenn vita þá voru Húni II og Knörrinn á siglingu umhverfis Ísland . Ferðin hófst þann 11. maí á Akureyri þegar að Húni II sigldi úr höfn . Á Húsavík slóst Knörrinn með í för og síðan var stoppað á Vopnafirði, Neskaupstað, Eskifirði, Breiðdalsvík, Höfn, Vestmannaeyjum, Reykjavík, Bíldudal, Þingeyri, Ísafirði , Skagaströnd og loks Siglufirði áður en haldið var heim til Akueyrar.

Húni og Knörrinn sigldu inn Siglufjörð í gærmorgun þegar að klukkan var að verða 08:00 . Ekki voru veðurguðirnir að sýna sparihliðarnar þegar að þessi glæsilegu eikarskip.  Gestum og gangandi var boðið að koma og skoða skipin. Flestir kannast við sögu þessara báta. Báðir voru smíðaðir á Akureyri árið 1963 eftir teikningu Tryggva Gunnarssonar og eru þeir því 50 ára.

Texti og mynd: Guðmundur Gauti Sveinsson , http://skoger.123.is/

7a67d64f-d9dc-4d97-b73c-0b82c604707b_MS 5d7ca3fb-ac46-4dbf-b9da-729e1f902c82_MS ee629dfd-85d4-4b4c-9736-2bcb0373294a_MS 5d2da961-5010-44d2-a84b-da6abd88741b_MS