Húna II verður hálfrar aldar gamall í ár og er ætlunin að sigla honum austur um land og
koma við í helstu höfnum landsins. Gert er ráð fyrir að Húni II verði á Siglufirði miðvikudaginn 22. maí n.k.
Nemendum á öllum aldri í Fjallabyggð verður boðið að skoða bátinn af þessu tilefni.
Knörrinn frá Húsavík verður með í för, en það skip var byggt á sama tíma.
Húni II er 130 tonna eikarbátur, smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1963. Húni II er eini eikarbáturinn, óbreyttur af þessari stærð sem nú er til á Íslandi. Húni II var gerður út til fiskveiða í 30 ár. Árið 1994 var hann tekinn af skipaskrá og ákvörðun tekin um að eyða honum á næstu áramótabrennu. Húni II var skráður aftur á skipaskrá árið 1995 og í nokkur ár gerður út sem hvalaskoðunarbátur, fyrst frá Skagaströnd en síðar frá Hafnarfirði.
Mynd frá heimasíðu Hollvina Húna II.