Lögreglunni á Norðurlandi vestra barst tilkynning um að hundur hefði bitið konu á Sauðárkróki í dag.
Gert var að sárum konunnar og er málið í viðeigandi farvegi. Í málum sem slíkum safnar lögregla upplýsingum frá aðilum máls en úrvinnsla málsins er í höndum Matvælastofnunnar (MAST) og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.